Kveðjuræða Salome Ýr Rúnarsdóttur landsforseta 2017-2018

Kæru LC systur.

Ég vil byrja á því að óska okkur öllum til hamingju með 30 ára afmæli samtakanna

Núna er ég að ljúka mínu forsetaári í Ladies Circle Ísland. Það er mér sannur heiður að hafa fengið tækifæri til að vinna fyrir ykkur og samtökin. Ég er mjög hrærð yfir því hvað við erum flott samtök og þakklát fyrir að fá að vera ykkar forseti. Án okkar allra væru þessi samtök ekkert og vil ég þakka ykkur öllum fyrir vel unnin störf á árinu.

Forsetaárið mitt hófst í Keflavík í byrjun maí. Ný landstjórn tók við, Hildur Halldórs og Hafdís Inga luku sínu embætti í landstjórn og inn komu tvær nýjar. Eva Björg kom inn sem varalandsforseti og Sigurborg Möller sem vefstýra. Við byrjuðum á stuttum fundi á sunnudagsmorgun áður enn allir héldu heim á leið. Strax í júní þarf landstjórn að skila af sér gögnum og skýrslu til alheimsstjórnar. Þessi vinna er mest unnin á netinu í gegnum facebook og messenger. Við héldum stjórnarfundi minnst einu sinn i mánuði og svo hittist stjórnin tvisvar á starfsárinu. Fyrra skiptið í september hittumst við í bústað á Bifröst og seinna skiptið í mars hittumst við í bústað í Vaglaskógi. Þessar helgar eru landstjórn mjög mikilvægar þar sem miklu er komið í verk. Yfir þessar helgar skipuleggjum við fulltrúaráðsfundi og landsfund. Þessar helgar eru líka notaðar í að kynnast aðeins betur en það verður augljóslega auðveldara og skemmtilegra að vinna saman ef við þekkjumst aðeins betur.

Í ágúst fór stór og flottur hópur íslenskra kvenna til Sönderborgar á AGM. Ég og Hildur Ýr fórum sem fulltrúar  LCÍ og Eva sat með mér sem fulltrúi á laugardagsmorgun á Councellor meeting. Þetta var mitt fyrsta AGM erlendis og sem fulltrúi. Þarna var komin saman mikill fjöldi frábærra kvenna og vel skipulagt AGM hjá Dönum. Það var æðislegt að kynnast nýjum konum sem ég hlakka til að hitta aftur í Noregi núna í ágúst.

Verkefni landstjórnar eru margvísleg. Árið okkar byrjaði því miður á því að ritarinn okkar hún Steinunn flutti erlendis og vorum við því ritaralausar. Þar sem ekkert um þetta er í okkar lögum ákváðum við að styðjast við lög alheimsstjórnar og báðum um aðstoð frá síðasta ritara Sólveigu sem því miður sá sér ekki fært að taka þetta að sér. Þá ákváðum við að fá Hafdísi með okkur þar sem hún var í síðustu landstjórn. Hún steig inn sem ritari. Í nóvember breyttust aðstæður aftur innan landstjórnar þar sem vefstýran okkar hún Sigurborg sagði sig úr embættinu. Þar sem við studdum okkur við lög alheimsstjórnar í fyrra skiptið ákváðum við að gera nákvæmlega það sama og töluðum við Hildi Halldórs um að koma aftur inn í landstjórn þar sem hún var vefstýra síðustu landstjórnar. Hún þáði það eftir þó nokkra umhugsun og kom inn í landstjórn aftur. Ég vil þakka þeim fyrir að hafa stigið aftur inn í landstjórn. Það er óhætt að segja að þetta sé búið að vera öðruvísi ár hjá okkur núna en verið hefur, búnar að missa bæði vefsstýru og ritara og svo enduðum við árið á þvi að vera vefstýrulausar þar sem Hildur sagði embætti sínu lausu.

11.febrúar alþjóðadagur LC var planaður út um allt land af frábærum konum. En vegna veðurs breyttust plön verulega. Flest allar héldu upp á þennan dag þó það hafi ekki verið sameiginlega eins og vera átti.

Sunnudagurinn 11.mars var gleðilegur dagur. Þennan dag vígðum við inn LC16 á Hvolsvelli. Vígslan fór fram í félagsheimilinu Hvol þar sem stelpurnar tóku vel á móti okkur, við fengum kynningu á Rangárþingi Eystra frá Lilju Einarsdóttur og boðið var upp á súpu og franska súkkulaði köku í  eftirrétt. Við mættum 4 úr landstjórn ég, Eva, Vala og Hildur ásamt konum úr LC3 LC6 og LC11. Þetta var vel skipulagt og góður dagur sem við áttum saman á Hvolsvelli og gaman að segja frá því að þær eru 22 og fleiri sem bíða eftir að fá að vera með svo það er aldrei að vita nema klúbbarnir verði 2 á Hvolsvelli.

Fjöldi kvenna í LCÍ er núna 252.

Samstarf við önnur samtök þá funduðum við með landstjórn RT í janúar sl. Og verður það gert áfram að hittast minnst einu sinni á starfsárinu, funda og kynnast betur. RT buðu öllum LC, AGORA og Tangent konum á sveitaball í febrúar.  Því miður náðum við ekki að funda með landstjórn AGORA en búnar að vera í samskiptum og verður fundur okkar á milli næsta starfsár.

Þetta er búið að vera ómetanlegur tími sem ég hef átt sem forseti LCÍ ég kveð árið með trega en jafnframt með tilhlökkun til nýrra tíma og hlakka til að kynnast og starfa með nýrri landstjórn næsta vetur.

Takk kærlega fyrir mig

Salóme Ýr Rúnarsdóttir

Life is now – embrace it!

Comments are closed.