Landsfundur 2017
Landsfundarhelgi 2017 var haldin helgina 5-7 maí. Fundirnir voru haldnir í Sunny Kef og LC 6 og RT 10 eiga hrós skilið fyrir frábæra skipulagningu.
Fulltrúaráðsfundur var haldinn föstudaginn 5 maí frá 17 – 20 og var svo föstudagspartý frá kl. 21.00 og fram eftir nóttu. Þemað var dátar og dívur og má segja að LC og RT félagar hafi slegið í gegn í flottum búningum og mikilli gleði.
Landsfundur var svo haldinn á laugardag kl 10 – 15. Í dagskránni mátti kenna ýmissa grasa, kosið var í embætti vefstýru og varalandsforseta, farið yfir skýrslur og bókhald og annað rætt sem viðkemur LC.
Í embætti varalandsforseta voru 3 frábærar konur í framboði og hlaut Eva Björg Skúladóttir í LC 7, heiðurinn að þessu sinni.
Landsstjórn Ladies Circle Ísland 2017-2018
Landsforseti: Salóme Ýr Rúnarsdóttir, LC -11, landsforsetilc@gmail.com
Varalandsforseti: Eva Björg Skúladóttir, LC -7, varalandsforsetilc@gmail.com
Fráfarandi landsforseti: Hildur Ýr Kristinsdóttir, LC -7, frafarandilc@gmail.com
Gjaldkeri: Vala Rún Björnsdóttir, LC -2, gjaldkerilc@gmail.com
Ritari: Hafdís Inga Haraldsdóttir, LC -1, lcritari@gmail.com
Vefstjóri: Sigurborg Ö. Möller, LC -5, vefstjorilc@gmail.com