Leiðbeiningar og reglur LCÍ

Uppfært 14.11.2017 – Vefstýra LCÍ

LEIÐBEININGAR FYRIR KLÚBBSTARFSEMINA LADIES CIRCLE ÍSLAND

[accordion]
[toggle title=”FUNDAFORM”]

Fundi skal halda minnst einu sinni í mánuði yfir vetrarmánuðina og skulu að formi til líta svona út:

a) Formaður eða staðgengill hans setur fund.
b) Farið yfir fundargerðir.
c) Klúbbmál.
d) Fyrirlestur, upplestur eða annað efni sem ákveðið er af fundarstjórnendum.
e) Þrjá.r mínútur eru fastur liður í klúbbastarfi Ladies Circle. Tilgangur þeirra er m.a. að þjálfa klúbbkonur í að standa fyrir framan hóp og tjá sig um fyrirfram ákveðið málefni. Styrkja þær og efla öryggi í framkomu, jákvætt viðhorf, virðingu og umburðarlyndi. Málefnið tengist yfirleitt þema fundarins hverju sinni. Ekki er skylda að taka þátt í þrem mínútum en konur eru hvattar til að taka þátt og æfa sig svo að tilgangi þriggja mínútna sé náð.

[/toggle]
[toggle title=”HLUTVERK STJÓRNAR OG FORMANNS”]

Að stýra klúbbnum þannig að farið sé eftir markmiðum og lögum LC.
Að halda stjórnarfundi með jöfnu millibili og sjá um að fundargerðabók sé færð.

Auk þessa hefur formaður eftirfarandi skyldur:

 • Að stjórna fundum.
 • Að virkja félaga til þátttöku í umræðum um þrjár mín.
 • Að sjá til þess að sjónarmið allra komi fram við umræður og fyrirspurnir til fyrirlesara.
 • Að sjá um að allir félagar fái allar upplýsingar frá landsstjórn og LCInt. sem klúbbnum eru sendar. Öll þessi gögn skulu geymast í 5 ár.
 • Að koma fram sem fulltrúi síns klúbbs þegar þess er þörf.
 • Að mæta á landsfund LCÍ.

[/toggle]
[toggle title=”HLUTVERK VARAFORMANNS”]

Í fjarveru formanns skal varaformaður taka að sér störf hans og þarf varaformaður að vera vel inni í þeim málum sem efst eru á baugi hverju sinni. Einnig á varaformaður að sjá um að upplýsa nýja félaga um uppbyggingu og störf klúbbsins og aðstoða formanninn við móttöku gesta.

Að mæta á landsfund og fulltrúaráðsfundi.

Að skipuleggja alþjóðadaginn í samstarfi við varalandsforseta og varaformenn annarra klúbba.

[/toggle]
[toggle title=”HLUTVERK RITARA”]

Að skrifa fundargerðir og vista á sameiginlegu svæði klúbbanna (lokuð Facebook síða).

Að koma upplýsingum um störf annarra klúbba (fundargerðir) á framfæri t.d. með upplestri á fundum.

Að sjá til þess að félagatal á Circler.World sé rétt og uppfært í rauntíma, þó eigi sjaldnar en 1. janúar og 1. júní.

Að senda vefstýru landstjórnar upplýsingar um dagskrá næsta starfsárs og nýja stjórn eigi síðar en 1. júní.

Að sjá til þess að ný stjórn klúbbs og dagskrá klúbba sé sett upp í Circler.World í upphafi hvers starfsárs.

Að sjá til þess að öll gögn sem afhent eru á fundum komist sem fyrst í hendur þeirra kvenna sem af einhverjum ástæðum eru ekki á fundi og til þeirra sem eru í fríi. Einnig að láta þær vita um allar mikilvægar ákvarðanir s.s. breytingar á fundartímum o.þ.h.

[/toggle]
[toggle title=”HLUTVERK GJALDKERA”]

Að innheimta félagsgjöld, annast útgjöld og færa reikninga klúbbsins.

Þá skal gjaldkeri standa skil á gjaldi til landsstjórnar í tvennu lagi. Fyrri hluti greiðist fyrir 15. júní og skal þá miðast við fjölda félaga þann 1. júní og seinni hluti greiðist fyrir 15. janúar og er miðaður við fjölda félaga þann 1. janúar.

Að útbúa fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár.

[/toggle]
[toggle title=”HLUTVERK FRÁFARANDI FORMANNS”]

Að vera tengiliður við aðalinn og siðameistari á fundum.

[/toggle]
[toggle title=”ÞRJÁR MÍNÚTUR”]

Þær eru stutt erindi um eitthvert það málefni sem umsjónarmanni er hugleikið og eiga aðrir klúbbfélagar að tjá sig um efni þeirra.

[/toggle]
[toggle title=”FUNDARGERÐIR”]

Markmið þess að senda fundargerðir á milli klúbba er að kynna félagsmönnum starfsemi hinna klúbbanna. Þess vegna er mælt með því að klúbbfélagar lesi etv til skiptis fundargerðir hinna klúbbanna og hafi útdrætti úr þeim á fundum. Þar sem þetta er aðeins stuttur útdráttur er mælt með að fundargerðir liggi frammi, sérstaklega fyrir nýja félaga.

[/toggle]
[toggle title=”UPPBYGGING FUNDARGERÐA”]

Í fundargerð skal koma fram: Dagsetning, númer fundar, starfsár, fundarstaður, umsjónaraðilar og mætingarfjöldi. Stiklað skal á stóru um það sem fram fer á fundinum. – Undirskrift.

[/toggle]
[toggle title=”FULLTRÚARÁÐSFUNDIR OG LANDSFUNDUR”]

a) Klúbbum er skylt að senda tvær konur á fulltrúaráðsfundi og landsfund. Fulltrúaráðsfundur að hausti er haldinn í október. Umsókn um að halda fundinn skal skilað til landstjórnar fyrir 1. október árinu áður. Ef fleiri en einn klúbbur sækja um verður kosið á næsta fulltrúaráðsfundi eftir að umsóknarfresti lýkur.

b) Fulltrúaráðsfundur að vori og landsfundur eru haldnir í maí. Umsókn vegna fulltrúaráðs- og landsfundar skal skila inn fyrir 1. október (1 1/2 ári fyrr) á þar til gerðu eyðublaði. Landstjórn LC tekur ákvörðun um hvaða klúbbur skipuleggur landsfundarhelgina og er meðal annars horft til fyrri staðsetninga auk afmæla klúbba. Klúbbum er í sjálfvald sett hvort viðburðir eru haldnir í samstarfi við aðra klúbba, hvort heldur er Ladies Circle klúbb eða Round Table klúbb.

c) Alltaf skal gæta þess að stilla verði á viðburði í hóf en þó að miða við að helgin standi undir sér. Mælt er með að skoða mætingu síðustu ára til að geta áætlað fjölda gesta.
Fullunnu fjárhagsuppgjöri vegna fulltrúaráðs- og landsfundarhelga skal skila til landstjórnar eigi síðar en 4 mánuðum eftir að viðburði lauk. Fulltrúar frá viðkomandi klúbb skulu einnig kynna fjárhagsuppgjörið á næsta fulltrúaráðsfundi

d) Ef hagnaður af fulltrúaráðsfundum og landsfundum fer yfir 250.000 krónur, skulu að lágmarki 15% af umframhagnaði gefin til góðgerðarmála.
Sá klúbbur sem hélt viðburðinn styrkir málefni að eigin vali og tilgreinir hvað var styrkt og hve há upphæðin var í uppgjöri sem skilað er til landstjórnar sbr. lið c).

[/toggle]

[toggle title=”FORMANNA OG VARAFORMANNAFUNDIR”]
Formanna- og varaformannafundir eru haldnir að hausti og áætluð dagsetning fundanna er tilkynnt á landsfundi. Tilgangur fundanna er að fara yfir komandi starfsár, ræða þau málefni sem eru efst á baugi hverju sinni og styrkja tengsl á milli klúbba.

[/toggle]
[toggle title=”HEIMSÓKNIR FRÁ LANDSSTJÓRN”]

Landstjórn stefnir að því að heimsækja sem flesta klúbba á hverju starfsári. Heimsóknirnar eru í samráði við klúbbana og sá klúbbur sem er sóttur heim býður allt að tveimur landstjórnarkonum að sitja fundinn sér að kostnaðarlausu. Miðað er við að kostnaður á konu sé þó aldrei hærri en nemur mánaðargjaldi klúbbsins. Ferðakostnaður er greiddur af landstjórn.

[/toggle]
[toggle title=”STARFSÁR LCÍ”]

Landstjórn starfar frá þeim landsfundi sem hún er vígð á, til landsfundar árinu á eftir. Fjárhagsárið er þó frá 1. apríl – 31. mars. Stjórnir klúbbana starfa frá þeim aðalfundi sem þær eru vígðar á, til aðalfundar árinu á eftir. Formaður og varaformaður ljúka þó formlega starfsárinu á landsfundi LCÍ eftir að ný stjórn hefur tekið við klúbbnum.

[/toggle]
[toggle title=”NÝIR KLÚBBAR”]

Allir LC félagar skulu vera opnir fyrir þeim möguleika að stofna nýja klúbba.

Tillögu að stofnun nýs klúbbs skal senda til landsforseta. LC klúbb er einungis hægt að stofna í tengslum við annan LC klúbb eða í tengslum við Round Table. Þegar nýr klúbbur er í undirbúningi skal senda landsstjórn upplýsingar þar um og mun hún senda eintak af lögum LCÍ. Klúbbur sem í byrjun hefur undirbúningsstjórn, getur endurkjörið stjórnina á fyrsta aðalfundi. Við stofnun klúbbs þurfa að vera minnst 10 félagar.

Þegar nýr klúbbur hefur verið stofnaður, skulu landsforseta sendar eftirfarandi upplýsingar:  

Drög að dagskrá, félagatal, nöfn og heimilisföng stjórnarmeðlima.

Meðan klúbbur er í mótun ber landsforseta og / eða móðurklúbbi að styðja við hann af öllum mætti með ráðgjöf og aðstoð.

Stofnunardagur klúbbs skal ákveðinn í samráði við landsforseta. Hann sér um allan undirbúning er við kemur vígslu klúbbsins í samvinnu við móðurklúbbinn og undirbúningsnefnd nýja klúbbsins.

Við vígslu klúbbs afhendist félagsskírteini undirritað af landsforseta og formanni móðurklúbbs. Boðsbréf sendist öllum LC klúbbum í landinu, landsstjórn, stjórn LCInt. og ef til vill landsstjórn RT.

[/toggle]
[toggle title=”MÓÐURKLÚBBAR”]

Hlutverk móðurklúbbs er að aðstoða við undirbúning og stofnun nýs klúbbs og vera honum til halds og trausts. Félögum ber að stuðla að fjölgun LC klúbba í landinu og skulu þeir njóta aðstoðar landsstjórnar við það.

[/toggle]
[toggle title=”FYRRVERANDI FÉLAGAR”]

Fyrrverandi félaga er heimilt að sækja klúbbfundi sem gestur svo og landsfundi og LCInt. viðburði. Fyrrverandi félagi hefur engum skyldum að gegna í klúbbnum og hefur ekki atkvæðisrétt. Fyrrverandi félagi greiðir ekki gjald til landsstjórnar.

[/toggle]
[toggle title=”KEÐJA”]

Landsforsetakeðja var gefin af LC Danmörku við stofnun landsstjórnar þann 8. júní 1994. Aðalmen keðjunnar er merki LC Íslands. Keðjan samanstendur af gylltum hjörtum sem eru hlekkjuð saman. Skal landsforseti ár hvert sjá um að láta grafa nafn varalandsforseta á keðjuna fyrir aðalfund landsstjórnar.

[/toggle]

[/accordion]


REGLUR OG ANNAÐ

[accordion]

[toggle title=”REGLUR ELÍNARSJÓÐS”]

Sjóðurinn er góðgerðarsjóður LCÍ,  nefndur eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur stofnanda og fyrsta landsforseta Ladies Circle á Íslandi.

 1. Sjóðurinn heyrir undir landstjórn LCÍ.
 2. Sjóðurinn skal styrkja góðgerðarverkefni LCInt. annað hvert ár (ár sem eru slétt tala) og verkefni innanlands hitt árið (ár sem eru oddatala). Tilnefningar um málefni skulu berast frá klúbbkonum og eða klúbbum fyrir 15. febrúar á oddatöluári til formanns sjóðsins.
 3. Reikninga sjóðsins skal leggja fram á landsfundi LCÍ.
 4. Fráfarandi landsforseti fer með málefni sjóðsins og er formaður hans. Þegar sjóðurinn styrkir innlent málefni skulu að auki starfa tveir fulltrúar sem annaðhvort bjóða sig fram eða eru tilnefndir á landsfundi árinu áður.
 5. Reikninga sjóðsins skal gjaldkeri landstjórnar leggja fram á landsfundi LCÍ
 6. Sjóðurinn styrkir þá einstaklinga, hópa, verkefni eða stofnanir sem stjórn sjóðsins telur verðuga styrkþega.
 7. Sjóðurinn styrkir LC konur eða fjölskyldur þeirra sem að mati sjóðsstjórnar hefur/hafa þörf fyrir styrk, til dæmis vegna veikinda eða slysa.
 8. Ákvörðun um val styrkþega/um er tekin af stjórn sjóðsins og tilkynnt á landsfundi.
 9. Árgjald til sjóðsins sem miðast við fjölda félaga í LCÍ, ákvarðast á landsfundi og greiðist fyrir 15. desember ár hvert.
 10. Greiðslur úr sjóðnum eru greiddar eftir aðalfund fyrir lok júní.

Kjörbók LC-Ísland v/söfnunar:

0311-13-301054  /  Kt. 650898-2069

Formaður stjórnar Elínarsjóðs fyrir næsta starfsár 2018/2019:

Salóme Ýr Rúnarsdóttir, fráfarandi landsforseti LCÍ

Sjóðurinn leggur til fé í erlent verkefni starfsárið 2018-2019

[/toggle]
[toggle title=”REGLUR UM MÆTINGARVERÐLAUN”]

 1. Landsstjórn afhendir verðlaunin þeim klúbbi sem hentar hverju sinni.
 2. Ekki er í boði að koma með athugasemdir eða mótmæli.
 3. Sá klúbbur sem hlýtur bikarinn fær það hlutverk að láta grafa í hann númer klúbbsins og ártal auk þess sem hann kemur með bikarinn á næsta landsfund.

[/toggle]
[toggle title=”SÖGULEGT YFIRLIT LADIES CIRCLE”]

Fyrsti LC klúbburinn var stofnaður í Bournemouth á Englandi árið 1930 af eiginkonum Round Table manna. LC Int. var stofnað árið 1959.

LC – 1 á Íslandi var stofnaður 28. apríl 1988 á Akureyri.

Fyrsta landsstjórn LCÍ var stofnuð 8. júní 1994.

Í janúar 2019 eru starfandi 15 LC klúbbar á Íslandi. Þrír á Akureyri, þrír í Reykjavík, tveir í Keflavík og einn á eftirtöldum stöðum; Húsavík, Egilsstöðum, Vestmannaeyjum, Sauðárkróki, Grindavík, Hvolsvelli og Fjarðarbyggð. Fjöldi virkra félaga í janúar 2019 eru 280 konur.

[/toggle]
[toggle title=”FERÐASJÓÐUR LCÍ”]

REGLUR SJÓÐSINS:

a. Ferðasjóður LCÍ var stofnaður þann 13. október 2007. Stofnfé sjóðsins er ágóði LCÍ frá         ráðstefnu samtakanna, AGM 2005, sem haldin var í Reykjavík. Stofnfé er kr. 887.000.
b. Tryggja skal að sjóðsfé verði aldrei minna en kr. 500.000.
c. Viðhald sjóðsins er fjármagnað með árlegu happadrætti LCÍ á landsfundi.
d. Landsforseti er í forsvari fyrir sjóðinn og fer með málefni hans.
e. Árlega ákveður landstjórn ákveðna upphæð sem ferðasjóður LCÍ mun úthluta til umsækjenda sem uppfylla umsóknarskilyrði sjóðsins að fullu. Fjöldi úthlutanna og upphæð fer þó eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni og skal miðast við að sjóðurinn fari aldrei niður fyrir kr. 500.000. Umsækjandi mun þó aldrei fá fleiri en tvær úthlutanir á starfsári LCÍ og að hámarki því sem nemur 30% af heildar fundar- og ferðarkostnaði.
f. Ferðasjóðurinn er ætlaður til þess að koma til móts við útlagðan kostnað umsækjanda vegna þátttöku hennar á erlendum viðburðum tengdum Ladies Circle International svo sem Annual General Meeting (AGM), Mid Term Meeting (MTM) og landsfundum annarra Ladies Circle landa.
g. Umsækjendur skulu hafa starfað í samtökunum í eitt ár frá vígslu í klúbbi til að eiga rétt á að fá úthlutaðann styrk úr sjóðnum.
h. Umsóknarfrestir í sjóðinn:
Vegna AGM, 1. apríl ár hvert
Vegna MTM, 1. desember ár hvert
Vegna annarra erlendra viðburða, allt að mánuði fyrir viðburðinn.
i. Greiðsla til styrkþega fer fram þegar ferðasögu, ásamt afriti af reikningi vegna kostnaðar er skilað inn til fráfarandi landsforseta. Skal þetta gert innan 4 vikna eftir þann erlenda viðburð sem styrkþegi sótti. Ferðasaga birtist á heimasíðu félagsins og öðrum samfélagsmiðlum. Sé ferðasögu og afrit af reikningum ekki skilað á tilsettum tíma fellur styrkur niður.
j. Landsstjórn greiðir út styrk í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að viðburði lýkur.

Umsóknareyðublað er að finna á heimasíðu félagsins. www.ladiescircle.is

[/toggle]
[toggle title=”INNLENT GÓÐGERÐARVERKEFNI”]

Innlent góðgerðarverkefni (IGV)

Á hverju ári, á landsfundi Ladies Circle Ísland, er kosið um innlent góðgerðarverkefni. Klúbbar sækja um að fá verkefnið og sá klúbbur sem hlýtur kosningu sér um utanumhald verkefnisins.

Góðgerðarverkefnið er kosið til tveggja ára í senn.

Umsóknarfrestur er til 15. febrúar ár hvert.

Umsóknum skal skilað rafrænt í gegnum heimasíðu Ladies Circle Ísland. Umsókn skal innihalda ítarlega lýsingu á verkefninu, áætlun um hvernig skuli staðið að fjáröflun og fjárhagsáætlun eigi það við.

Fulltrúar klúbba skulu kjósa um verkefni á landsfundi Ladies Circle Ísland.

Ef kosning fellur jafnt gildir atkvæði landsforseta.

Ábyrgð á verkefninu er í höndum þess klúbbs sem sér um verkefnið.

Reikningseigandi er Ladies Circle Ísland og er prókúra í höndum gjaldkera landstjórnar.

Reikninga og uppgjör verkefnisins skal bera upp til samþykktar á landsfundi Ladies Circle Ísland ári eftir að verkefnið hófst.
Greiðslur af styrktarreikningi eru greiddar út við lok verkefnisins ár hvert, eigi síðar en 30. júní.

[/toggle]
[/accordion]

DAGATAL – Í SÍÐASTA LAGI  

1. júní, skila inn breytingum í félagatal og fjölda í klúbbi næsta starfsár.

10. júní, landsstórn skilar til LC Int. ársskýrslu, fjölda, uppl. um landsstjórn o.fl.

15. júní, greiða fyrri helming árgjalds til landsstjórnar kr. 4.100,-

Lok ágúst, LC Int. ársfundur

1. október,  skila inn ferðasögu vegna ferðastyrks bæði til LCÍ og LC Int.

1. október, skila inn umsókn um fulltrúarráðsfund að ári og landsfund 1 1/2 ári síðar.

1. október, greiða gjald vegna félagatals.

13. október , fulltrúarráðsfundur á Reyðarfirði

30. október, landsstjórn greiðir til LC Int skv. uppgjöri (6 EUR per konu – ferðak.)

15. desember, greiða í Elínarsjóð kr. 700,-  á konu m.v. fjölda félaga.

31. desember, landsforseti skilar hálfs ársskýrslu til LC Int.

15. janúar, greiða seinni helming árgjalds til landsstjórnar kr. 4.100,-

15. janúar, umsókn í ferðasjóð LC Int.

11. febrúar, alþjóðadagur LC Int.

15. febrúar, skila inn framboðum til landstjórnar.

15. febrúar, skila inn lagabreytingartillögum til landstjórnar.

15. febrúar, skila inn tillögum um styrkþega í Elínarsjóð til fráfarandi landsforseta.

           15-17. febrúar, LCI Int. miðsvetrarfundur, MTM Klaipedia, Litháen

1. apríl umsókn í ferðasjóð.

1. apríl, fundarboð vegna landsfundar sent.

4. maí, LCÍ landsfundur á Egilsstöðum