Reglur ferðasjóðs

Ferðasjóður LCÍ

Reglur sjóðsins:

a. Ferðasjóður LCÍ var stofnaður þann 13. október 2007. Stofnfé sjóðsins er ágóði LCÍ frá ráðstefnu samtakanna, AGM 2005, sem haldin var í Reykjavík. Stofnfé er kr. 887.000.
b. Tryggja skal að sjóðsfé verði aldrei minna en kr. 500.000.
c. Viðhald sjóðsins er fjármagnað með árlegu happadrætti LCÍ á landsfundi.
d. Landsforseti er í forsvari fyrir sjóðinn og fer með málefni hans.
e. Árlega ákveður landsstjórn upphæð sem ferðasjóður LCÍ úthlutar til umsækjenda sem uppfylla umsóknarskilyrði sjóðsins að fullu. Fjöldi úthlutana og upphæð fer þó eftir fjárhagsstöðu sjóðsins hverju sinni og skal miðast við að sjóðurinn fari aldrei niður fyrir 500.000. Umsækjandi mun þó aldrei fá fleiri en tvær úthlutanir á starfsári LCÍ og að hámarki því sem nemur 30% af heildarfundar- og ferðakostnaði. 
f. Ferðasjóðurinn er ætlaður til þess að koma til móts við útlagðan kostnað umsækjanda vegna þátttöku hennar á erlendum viðburðum, tengdum LCint, Annual General Meeting, AGM og Mid Term meeting, MTM, sem haldinn er árlega.
g. Til að fá úthlutaðan styrk þurfa meðlimir að hafa starfað í eitt ár frá vígslu í klúbbi.
h. Umsóknarfrestur í sjóðinn:
     a. Vegna AGM, 1. apríl ár hvert.
     b. Vegna MTM, 1. desember ár hvert.
     c. Vegna annarra erlendra viðburða, allt að mánuði fyrir viðburðinn. Umsókn skal skilað inn á rafrænu formi í gegnum heimasíðu samtakanna ladiescircle.is.
i. Greiðsla til styrkþega fer fram þegar ferðasögu, ásamt afriti af reikningi vegna kostnaðar er skilað inn til fráfarandi landsforseta. Skal þetta gert innan 4 vikna eftir þann erlenda viðburð sem styrkþegi sótti. Ferðasaga birtist á heimasíðu félagsins og öðrum samfélagsmiðlum. Sé ferðasögu og afrit af reikningum ekki skilað á tilsettum tíma fellur styrkur niður..
j. Landsstjórn greiðir út styrk í síðasta lagi tveimur mánuðum eftir að ráðstefnu lýkur.

Umsóknarblað um styrk má finna hér.