Lög Ladies Circle Ísland

Uppfært 14.11.2017 – Vefstýra LCÍ

[accordion]
[toggle title=”1. NAFN”]

Nafn landssambandsins er Ladies Circle Ísland (skammstafað LCÍ).

[/toggle]
[toggle title=”2. EINKUNNARORД]

Einkunnarorð landssambandsins eru: Vinátta og hjálpsemi.

[/toggle]
[toggle title=”3. MARKMIД]

Markmið landssambandsins eru:

I)  Að auka áhugasvið félaganna og þekkingu þeirra á lifnaðarháttum annarra og efla sjálfstæði þeirra og umburðarlyndi.

II) Að efla alþjóðlegan skilning og vináttu.

III) Að trú og stjórnmál setji ekki mark sitt á klúbbana.

Þessum markmiðum skal m.a. náð með fundum, fyrirlestrum, umræðum og þátttöku í alþjóðlegum fundum.

[/toggle]
[toggle title=”4. TENGSL VIÐ LC INTERNATIONAL”]

Landssambandið hefur fulla aðild að Ladies Circle International (skammstafað LCInt.)
Alþjóðadagur Ladies Circle er haldinn hátíðlegur 11. febrúar ár hvert.

[/toggle]
[toggle title=”5. UPPBYGGING LCÍ”]

I) Landssambandið samanstendur af félögum í LC klúbbum á Íslandi.

II) Framkvæmdavald landssambandsins er í höndum stjórnar sem samanstendur af:

a) Landsforseta.

b) Varalandsforseta.

c) Gjaldkera.

d) Fráfarandi landsforseta.

e) Vefstýru.

III. Framboð varalandsforseta, gjaldkera og vefstýru tilkynnist fyrir 15.  febrúar til landsstjórnar sem síðan sendir framboðin til stjórna allra klúbba fyrir 1. mars. Séu fleiri en ein kona í kjöri um sama embætti, ákveða klúbbarnir hvort atkvæðagreiðsla fari fram í klúbbnum eða að fulltrúar hans fari með umboð til að kjósa á landsfundi er um tvo möguleika að ræða. Annars vegar getur klúbburinn haft bindandi kosningu og skal þá Ef ákveðið er að fara í atkvæðagreiðslu á klúbburinn að senda landsforseta atkvæðaseðlana fyrir 15. apríl og leggur hann þá fram á landsfundi. Einfaldur meirihluti atkvæða í klúbbnum ræður úrslitum. Hinsvegar geta klúbbfélagar sent fulltrúa sína með umboð til að kjósa á landsfundi. Sjái fulltrúarnir gilda ástæðu til að kjósa ekki samkvæmt niðurstöðum atkvæðagreiðslu klúbbsins eru þeir ekki bundnir af henni.

IV. Kjörgengi til varalandsforseta hafa þær konur sem starfað hafa sem formenn í sínum klúbbi eða í landsstjórn og hafa verið virkir félagar minnst þrjú ár.að minnsta kosti þrjú ár séu frá vígslu þeirra. Ekki er hægt að vera landsforseti oftar en einu sinni og ekki er hægt að bjóða sig fram í fleiri en eitt embætti hverju sinni. Vígsla landsforseta landstjórnar  fer fram á landsfundi.

V. Gjaldkeri og vefstjóri eru kosnir til tveggja ára í senn.

VI. LC klúbb er aðeins hægt að stofna í tengslum við annan LC eða RT klúbb.

a) Tillögur um stofnun nýs klúbbs skal senda til landsstjórnar.

b) Samþykki landsstjórnar þarf til að stofna nýjan LC klúbbs.

c) Nýr klúbbur skal starfa í að minnsta kosti fjóra mánuði og mesta lagi 18 mánuði fyrir vígslu. Klúbbur skal hafa starfað í að minnsta kosti tvö ár frá stofndegi áður en hann gerist móðurklúbbur.

VII. Skyldur landsstjórnar:

a) Að sjá um að myndun nýrra klúbba sé í samræmi við reglur LCInt.

b) Að sjá um að klúbbarnir haldi landslög LCÍ.

c) Að stofna til og viðhalda samvinnu á milli klúbbanna.

d) Að efla samvinnu við erlendar landsstjórnir.

e)Landsstjórn er ályktunarhæf þegar landsforseti eða varalandsforesti eru mættir á fund ásamt a.m.k. helmingi stjórnar. Meirihluti atkvæða ræður á stjórnarfundum, en ef atkvæði eru jöfn, ræður atkvæði landsforseta úrslitum.

VIII. Skyldur landsforseta:

Landsforseti annast daglegan rekstur landstjórnar, þ.m.t.

a) Að gera klúbbunum grein fyrir störfum landstjórnar

b) Að bera ábyrgð á lands- og fulltrúaráðsfundum

c) Að sjá um allt upplýsingastreymi frá LCInt. til landsstjórnarfulltrúa og klúbba.

d) Að tilkynna landsstjórn um allar mikilvægar ákvarðanir.

e) Að hjálpa til við myndun nýrra klúbba og vera ef möguleiki er viðstaddur stofnun þeirra.

IX. Skyldur varalandsforseta:

a) Að aðstoða landsforseta við daglegan rekstur og vera til staðar í forföllum hans.

b) Að gera starfsáætlun næsta árs fyrir landsfund.

c) Að vera tengiliður við móttöku erlendra gesta til landsins.

d) Að halda utan um skipulag alþjóðadags í samstarfi við varaformenn klúbba.

e) Að vera ritari landsstjórnar og ritari á fulltrúarráðsfundum.

X. Skyldur gjaldkera:

a) Að innheimta árgjald til landsstjórnar.

b) Að greiða árgjald til LCInt.

c) Að færa reikninga landsstjórnar og gera ársuppgjör.

d) Að sjá um að selja söluvarning landsstjórnar.

e) Að gera fjárhagsáætlun fyrir næsta starfsár í samráði við varalandsforseta.

XII. Skyldur vefstjóra:

a) Að halda úti heimasíðu samtakanna.

b) Frumkvæði í að afla efnis og tryggja nýjustu upplýsingar.

c) Tryggja að siðsemi sé gætt.

d) Að halda úti samfélagssíðum samtakanna.

e) Að stjórna tæknimálum á fulltrúaráðsfundum og landsfundi.

XIII: Skyldur fráfarandi landsforseta:

a) Að vera formaður stjórnar Elínarsjóðs.

b) Að bera ábyrgð á góðgerðamálum félagsins.

c) Að vera tengiliður og styðja við nýja klúbba.

d) Að vera siðameistari á fulltrúaráðs- og landsfundum.

e) Að halda utan um upplýsingar frá klúbbum í félagatal og sjá um útgáfu vegna landsfundar.

XIII: Afsögn stjórnarmeðlims

Ef meðlimur í landsstjórn biðst undan skyldum sínum á starfsárinu þá má leysa viðkomandi undan störfum. Landsstjórn skal þá fyrst biðja forvera í viðkomandi embætti um að stíga inn aftur, ella annan stjórnarmeðlim úr síðustu stjórn eða síðustu stjórnum. Sá sem leysir af í viðkomandi embætti, skal klára líðandi starfsár og skal þá auglýsa starfið laust og til kosninga á næsta landsfundi.

[/toggle]
[toggle title=”6. LAGABREYTINGAR”]

1) Breytingar á lögum fara fram á eftirfarandi hátt:

a) Tillögur að lagabreytingum skulu gerðar af landsstjórn eða klúbbi.

b) Skrifleg rökstudd tillaga að lagabreytingu sem er samþykkt af 2/3 klúbbfélaga sendist fyrir 15. febrúar til landsstjórnar. Landsstjórn sendir síðan tillöguna til klúbbanna fyrir 1. mars.

c) Skrifleg rökstudd tillaga að lagabreytingu frá landsstjórn sendist til klúbbanna fyrir 1. mars.

d) Klúbbar skulu greiða atkvæði um allar lagabreytingartillögur. 2/3 hluta klúbbfélaga þarf til að samþykkja breytingartillögur. Formaður greiðir atkvæði á landsfundi LCÍ samkvæmt niðurstöðum úr atkvæðagreiðslu klúbbsins.

e) Atkvæðagreiðsla um breytingartillögur fer fram á landsfundi.

f) Tillögur að lagabreytingum, sem felldar hafa verið á landsfundi, er ekki hægt að taka upp á næsta landsfundi.

g) Landstjórn getur gert stafsetningar- og/eða málfarsleiðréttingar á lögum og reglum LCÍ án þess að kosið sé um breytingartillögurnar. Landstjórn skal þó gæta þess í hvívetna þegar breytingar eru gerðar að þær hafi ekki þau áhrif að innihald laga eða reglna breytist á nokkurn hátt.

[/toggle]
[toggle title=”7. LANDSFUNDUR LCÍ”]

I) LC Ísland heldur landsfund fyrir 31. maí ár hvert.  Boða skal til hans skriflega fyrir 1. apríl, þar sem tilgreindur er tími, staður og dagskrá fundarins. Landsfundur er löglegur ef 2/3 fulltrúa eru mættir og til hans var löglega boðað.  Tveimur vikum fyrir landsfund skulu endurskoðaðir reikningar landsstjórnar sendast  klúbbunum ásamt fjárhagsáætlun næsta árs.  Landsfundur LC er æðsta vald í málefnum hreyfingarinnar landssambandsins.

II) Dagskrá landsfundar:

 1. Fundur settur.
 2. Lögmæti fundarins kannað.
 3. Kosning fundarstjóra og fundarritara, sem skulu ekki vera landsstjórnarfulltrúar.
 4. Fundargerð síðasta aðalfundar borin upp til samþykktar.
 5. Ársskýrsla landsstjórnar.
 6. Ársskýrsla klúbbformanna
 7. Ársreikningar LCÍ lagðir fram til samþykktar.
 8. Lagabreytingar
 9. Kosning skoðunarmanns reikninga
 10. Kosning nýrrar landsstjórnar.
 11. Vígsla landsforseta
 12. Starfs- og fjárhagsáætlun nýrrar landsstjórnar lögð fram til samþykktar.
 13. Kynning nýrra klúbbformanna.
 14. Elínarsjóður
 15. Góðgerðarmál
 16. Önnur mál

III) Hver klúbbur skal senda tvo fulltrúa á landsfund, formann, varaformann eða staðgengla þeirra.  Hver klúbbur sem ekki hefur fulltrúa á landsfundinum skal greiða kr. 15.000 til landsstjórnar fyrir hvern fulltrúa sem ekki mætir. Jafnframt skal klúbbur senda landsstjórn greinagóðan rökstuðning fyrir forföllum fulltrúanna. Landsstjórn hefur heimild til að taka tillit til eða hafna rökstuðningi hvers klúbbs, eftir aðstæðum/ástæðum. Sektargreiðslur fara óskiptar í ferðasjóð LCÍ.

IV) Atkvæðisrétt á landsfundi hafa landsforseti og klúbbformenn eða fulltrúar þeirra.

V) Samþykki 3/4 fulltrúa þarf til lagabreytinga, einfaldur meirihluti fundarins ræður öðrum málum.  Ef atkvæði falla á jöfnu ræður atkvæði landsforseta úrslitum.

VI) Ef landsfundur er ekki löglegur, skal boða nýjan landsfund eins fljótt og auðið er skriflega með fjögurra vikna fyrirvara.

VII) Einnig er hægt að boða til auka landsfundar ef landsstjórn eða 1/4 klúbba fara fram á það.

VIII) Landsfundir eru opnir öllum LC konum. Stjórnir klúbba skulu hvetja konur til að mæta á fundinn.

[/toggle]
[toggle title=”8. FULLTRÚARÁÐSFUNDUR”]

I) Fulltrúaráðsfundir skulu haldnir tvisvar á ári, þ.e. að vori fyrir landsfund og að hausti í október. Boða skal til fulltrúaráðsfundar skriflega með mánaðar fyrirvara og skal fundarboðið tilgreina fundartíma, fundarstað og efni fundarins.

II) Hver klúbbur skal senda tvo fulltrúa á hvern fund, formann, varaformann eða staðgengla þeirra. Hver klúbbur sem ekki hefur fulltrúa á fundinum skal greiða kr. 15.000 til landsstjórnar fyrir hvern fulltrúa sem ekki mætir. Jafnframt skal klúbbur senda landsstjórn greinagóðan rökstuðning fyrir forföllum fulltrúanna. Landsstjórn hefur heimild til að taka tillit til eða hafna rökstuðningi hvers klúbbs, eftir aðstæðum/ástæðum. Sektargreiðslur fara óskiptar í ferðasjóð LCÍ.

III) Atkvæðarétt á fulltrúaráðsfundum hefur landsforseti, formenn og varaformenn eða  staðgenglar þeirra.

IV) Hafi klúbbar málefni og/eða breytingartillögur á leiðbeiningum og reglum LCÍ sem þeir óska eftir að verði tekin fyrir á fulltrúaráðsfundi verður að senda þau skriflega til landsforseta eigi síðar en 14 dögum fyrir fulltrúaráðsfund. Í kjölfarið skal landsforseti tilkynna klúbbunum breytingartillöguna eigi síðar en 10 dögum fyrir fundinn.

V) Hafi landstjórn breytingartillögur á leiðbeiningum og reglum LCÍ sem hún óskar eftir að tekin verði fyrir á fulltrúaráðsfundi skal hún senda klúbbum breytingartillöguna eigi síðar en 10 dögum fyrir fulltrúaráðsfund.

VI) Heimilt er að kjósa um breytingar á leiðbeiningum LCÍ, að uppfylltum skilyrðum 8. IV og 8V, á fulltrúaráðsfundum og þarf atkvæði ¾ fulltrúa til samþykktar. Sé tillagan felld er heimilt að bera tillöguna upp á næsta landsfundi.

VII) Fulltrúaráðsfundir eru opnir öllum LC-konum. Stjórnir klúbba skulu hvetja konur til að mæta á fundina. Þátttöku skal tilkynna með góðum fyrirvara.

[/toggle]
[toggle title=”9. TEKJUR OG GJÖLD”]

I) Árgjald næsta árs skal ákveðið á landsfundi. Klúbbarnir greiði árgjald til landsstjórnar í tvennu lagi: Fyrri helming gjaldsins í síðasta lagi þann 15. júní og skal þá miðað við fjölda félaga þann 1. júní og seinni helming gjaldsins í síðasta lagi þann 15. janúar og skal þá miðað við fjölda félaga þann 1. janúar.

II) Árgjald LCÍ er kr. 8.700.-, þar af eru kr. 500.- sem renna í ferðasjóð LCÍ.

III) Starfsár LCÍ er frá landsfundi til landsfundar og reikningsárið er frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári.

IV) Vígist félagi inn í klúbb á tímabilinu 1. júní til 31. desember greiðst hálft gjald, en vígist félagi inn á tímabilinu 1. janúar til 31. maí greiðist ekkert gjald fyrr en á nýju starfsári, þann 15. júní.

V) Klúbbar sem vígjast fyrir 1. janúar borga hálft ársgjald til landsstjórnar. Klúbbarnir greiða í fyrsta sinn 15. janúar.  Klúbbar sem vígjast á tímabilinu 1. janúar til 31. maí greiða í fyrsta skipti 15. júní.

VI) Árgjald fer í rekstur landsstjórnar, ferða- og fundarkostnað landstjórnarfulltrúa, ferðasjóð LCÍ auk félagsgjalda til LCInt.

[/toggle]
[toggle title=”10. SLIT LANDSAMBANDSINS LCÍ”]

I) Tillaga um slit landssambandsins getur komið frá landsstjórn eða klúbbi.

II) Ákvörðun um slit landssambands er aðeins gild ef vilji 3/4 hluta fulltrúa á landsfundi er fyrir tillögunni.

III) Landsstjórn tilkynnir LCInt. um slit landssambandsins.

IV) Eignir landssambandsins skulu renna til líknarmála.

V) Ekki er hægt að slíta landsambandsinu nema að gera upp skuldir þess.

[/toggle]
[toggle title=”11. FÉLAGSAÐILD”]

I) Aðild að klúbbi geta þær konur öðlast sem eru bornar upp af núverandi eða fyrrverandi félaga eða óska eftir að ganga í klúbb. Upplýsingar um nafn, aldur, starf og búsetu skulu sendar skriflega til formanns eða stjórnar klúbbs. Stjórnin skal síðan tilkynna félögum um tillöguna. Félagar hafa rétt til að koma með athugasemdir innan 10 daga til formanns eða stjórnar klúbbsins. Stjórnin lætur síðan félaga vita að athugasemd hafi komið fram vegna nýs félaga án frekari upplýsinga og hefur á þeim forsendum heimild til að hafna aðild konunnar að klúbbnum.

II) Ný kona fær ekki að vita að hún hafi verið borin upp og hafa klúbbfélagar þagnarskyldu varðandi inntöku nýrra kvenna.

III) Meirihluti klúbbkvenna getur ákveðið að halda opinn kynningarfund og eru þá allar konur sem mæta velkomnar í klúbbinn og ekki bornar sérstaklega upp.

IV) Nýr félagi skal taka þátt í að minnst 2 fundum og allt að 5 fundum fyrir formlega inngöngu.

V) Mætingarskylda er á fundi og skal tilkynna forföll.  Hver einstaklingur er skyldugur til að taka þátt í starfi klúbbsins og greiða föst gjöld sem ákveðin eru á aðalfundi hvers klúbbs.

VI) Félagi getur fengið leyfi frá klúbbstarfinu af gildum ástæðum með samþykki stjórnar.  Viðkomandi þarf í öllum tilfellum að borga sitt fasta gjald til landsstjórnar.  Félagi sem hyggst ekki borga gjald til landsstjórnar telst hættur og verður nafn hans því ekki í félagatali. Leyfi er veitt í allt að eitt ár í senn.

VI) Ef kona vill flytjast á milli klúbba skal bera hana upp í nýja klúbbnum. Félagar í nýja klúbbnum mega koma með athugasemdir eins og í lið 11.I.  Ef engar athugasemdir berast er konan boðin velkomin strax, þótt nýji klúbburinn sé fullsetinn, og ekki þarf að vígja hana aftur í samtökin.

[/toggle]
[toggle title=”12. FÉLAGSAÐILD LÝKUR”]

I) Við lok þess starfsárs þegar LC félagi verður 45 ára.

II) Þegar félagi hefur sagt sig skriflega úr klúbbnum til stjórnar.

III) Ef félagi mætir ekki á 6 fundi á einu starfsári án skýringa.

IV) Ef félagi skuldar 1 ársgjald eða meira.

V) Stjórn klúbbs getur vísað LC félaga úr klúbbnum er sýnt þyki að viðkomandi hafi brotið lög og einkunnarorð LCÍ.

[/toggle]
[toggle title=”13. STJÓRNARKJÖR”]

I) Í hverjum klúbbi er kosin stjórn sem skipuð er alls 5 konum þ.e.  formanni, varaformanni, gjaldkera, ritara og meðstjórnanda sem oft er fráfarandi formaður.  Auk þess er einn skoðunarmaður reikninga.  Þeir sem kosnir eru í stjórn verða að hafa starfað innan LC í eitt ár ef mögulegt er.  Formaður skal kosin til þriggja ára og gegnir embætti varaformanns í eitt ár, formanns í eitt ár og meðstjórnanda í eitt ár. Ritari skal kosinn til eins eða tveggja ára, en gjaldkeri til tveggja ára í senn.  Enginn getur neitað að taka þátt í stjórn.  Á aðalfundi skal velja uppstillinganefnd sem í situr varaformaður og tveir almennir félagar.  Þessi nefnd skal gera tillögu að nýrri stjórn næsta starfsárs.

II) Ákvarðanir stjórnar eru aðeins gildar þegar meirihluti er fyrir þeim, en ef atkvæði eru jöfn ræður atkvæði formanns eða varaformanns, sé formaður fjarverandi úrslitum.

[/toggle]
[toggle title=”14. AÐALFUNDUR”]

I) Aðalfund klúbbs skal halda fyrir landsfund LCÍ. Til aðalfundarins skal boða skriflega með a.m.k. 14 daga fyrirvara þar sem dagskrá og tillaga að nýrri stjórn er lögð fram.

Dagskrá aðalfundar klúbbs skal innihalda a.m.k. neðangreinda dagskrárliði:

 1. Lögmæti fundarins kannað
 2. Skýrsla formanns
 3. Ársreikningar klúbbs lagðir fram til samþykktar
 4. Kosning nýrrar stjórnar
 5. Kosning endurskoðanda
 6. Stjórnarskipti
 7. Önnur mál

[/toggle]
[toggle title=”15. KLÚBBSLIT”]

I) Ákvörðun um klúbbsslit skal tekin á aðalfundi þar sem minnst 3/4 hlutar félaga eru til staðar og þarf 4/5 hluta fyrir samþykki.

II) Komi til klúbbslita skulu eignir klúbbsins renna til líknarmála.

III) Ekki er hægt að slíta klúbb nema að gera upp skuldir hans.

[/toggle]
[toggle title=”16. MERKI”]

I) Merki LCÍ er hringlaga skjöldur með þvermáli 1000 og er hreinskorið með hring að þykkt 13. Hjólið sjálft er að utanmáli 948 og innanmáli 710 og afmarkast af hringjum og þykkt 10.

Á miðja hlið hjóls er letrað LADIES CIRCLE lóðrétt yfir miðju merkis og ÍSLAND lóðrétt undir miðju, með letri að hæð 53.

Í nafni hjóls sem er að utanmáli 244 er mynd af gjósandi eldfjalli. Nafnið er í miðju merkis og afmarkast af hring og þykkt 10.

Nafn og hjól tengjast með sex “skrautrenndum” geislum. Tveir geislanna eru lárétt útfrá miðju merkis. Sex hjörtu að mestu hæð og breidd 205 eru miðjuð á milli geisla.  Ysta brún þeirra er 338 frá miðju merkis.

Merkið er í tveimur litum auk grunnlitar. Hjól og áletrun er gyllt, en hjörtu eru rauð.

Grunnlitur merkis er hvítur.

Öll notkun merkis LCÍ er óheimil, nema með leyfi landsstjórnar.

Ekki má breyta eða afbaka merkið á nokkurn hátt.

Í merki klúbba skal merki LCÍ koma fram og stærð þess skal ekki vera minni en fjórðungur stærsta þvermáls klúbbmerkis. Ný merki klúbba skal senda landstjórn til samþykktar.

II) Fánar LCÍ eru:

a. Landstjórnarfánar

b. Borðfáni

c. Veggfáni

d. Útifáni

Í fánum landsstjórnar komi fram merki LCÍ. Merkið komi í miðju fána.

Í gerð borð- og veggfána landsstjórnar skal koma þríhyrnt flagg í fánalitum sem bylgjast lóðrétt niður að baki merkis.  Breidd flaggs að ofanverðu er jöfn þvermáli merkis.

Borðfáninn skal vera tvöfaldur og skal stofndagur landsstjórnar koma fram á bakhlið hans.

Útifáni skal vera í hlutföllunum 1,5 á móti 2,4 og merki LCÍ sé 0,5.

III) Klúbbfánar

Í gerð klúbbfána komi fram merki LCÍ, nafn Ladies Circle eða skammstöfunin “LC” og klúbbnúmer, ásamt heiti staðarins þar sem klúbburinn er staðsettur. Klúbbfánar skulu hljóta samþykki landsstjórnar/fulltrúaráðs.

[/toggle]
[/accordion]