Góðgerðamál

Eitt af aðal áherslumálum samtakanna á alþjóðavísu eru góðgerðarmál. LC Ísland er þar ekki undanskilið og kemur að góðgerðarmálum bæði hér heima og erlendis. 

Innlend góðgerðamál

Elínarsjóður, er góðgerðarsjóður LC Ísland. Sjóðurinn er nefndur eftir Elínu Margréti Hallgrímsdóttur stofnanda sjóðsins og fyrsta landsforseta Ladies Circle á Íslandi. Á hverju ári eru veittir styrkir úr sjóðnum. Annað hvert ár fer styrkurinn í erlent góðgerðarverkefni á vegum Ladies Circle International og hitt árið í íslensk góðgerðarverkefni.

„Charity March“ eða Góðgerðarmars er verkefni sem hófst árið 2016. Klúbbar eru þá, í mars mánuði, hvattir til að gera góðverk og leggja sitt af mörkunum til að bæta samfélagið. Í góðgerðarmars sameinast LC konur um allan heim um að gera samtökin sýnilegri í gegnum góðgerðir. Hver og einn klúbbur ákveður hvort og þá hvernig þeir taka þátt í góðgerðarmars. 

Innlent góðgerðarverkefni (IGV) – árið 2020 fór LC Ísland af stað með nýtt verkefni. Á tveggja ára fresti sækir einn klúbbur um að standa að innlendu góðgerðarverkefni. Verkefnið er til tveggja ára í senn og velur sá klúbbur, sem sér um utanumhald hverju sinni, málefnið sem skal styrkja. Þrátt fyrir að einn klúbbur hafi umsjón með verkefninu, sameinast allir klúbbar landsins um að styrkja það með hinum ýmsu viðburðum. 

IGV verkefni LCÍ 2020-2022 er í umsjón LC7. Verkefnið felst í því að styrkja góðgerðarfélagið Góðvild. Góðvild hefur það markmið að styðja við verkefni sem bæta hag langveikra og fatlaðra barna á Íslandi og fjölskyldna þeirra.

IGV verkefni LCÍ 2022-2024 er í umsjón LC6. Verkefnið felst í því að styrkja barnvinafélagið Hrói Höttur, en það eru félagasamtök fólks sem er umhugað um velferð grunnskólabarna og var félagið var stofnað í janúar 2011 af þremur vinum. Markmið félagsins var frá upphafi og er enn, að styðja fjárhagslega við bakið á þeim grunnskólabörnum sem líða skort á einhvern hátt og hafa ekki sömu lífsgæði og bekkjasystkyni þeirra.

 

 

 

Erlend góðgerðamál

Annað hvert ár, á alheimsþingi samtakanna, er kosið um alþjóðlegt góðgerðarverkefni LCint. Góðgerðarverkefninu er stýrt af einu aðildarlandi en þó taka öll löndin þátt í að safna pening og fjármagna verkefnið þau tvö ár sem það er í gangi.  Annað hvert ár styrkir Ladies Circle Ísland verkefnið með styrk úr Elínarsjóði. 

Góðgerðarverkefni LCint. 2019-2021 heitir Crimson og er stýrt af LC konum í Indlandi. Verkefnið felst í því að setja upp starfstöðvar þar sem dömubindi eru búin til og þeim síðan dreift til fátækra kvenna. Þarna fá konur í lægri stéttum samfélagsins vinnu auk þess sem konum er séð fyrir hreinum dömubindum.

Góðgerðarverkefni LCint. 2021-2023 er JOOD sjá kynningarmyndband hér

 
Social media & sharing icons powered by UltimatelySocial
Facebook
YouTube
Instagram