Fundir eru haldnir einu sinni í mánuð frá september til júní og hafa klúbbarnir sinn fasta fundardag t.d. fyrsta þriðjudag hvers mánaðar. Félagskona greiðir fast mánaðargjald allt árið sem dekkar fundarkostnað og árgjald félagskonunnar til LCÍ og LC International. Mánaðargjaldið er mismunandi eftir klúbbum en algengast er að það sé á bilinu 3000 – 5000 kr.
Formaður klúbbs setur upp dagskrá starfársins ásamt þema og einkunnarorðum og eru fundarefnin oft í takt við einkunnarorð formanns. Klúbbkonur skipta mér sér að skipuleggja og halda fundi, oftast 2-3 saman.
Á fundum er farið yfir ýmislegt tengt starfinu og upplýsingar frá stjórn klúbbs. Þær klúbbkonur sem skipulögðu fundinn sjá svo um að sinn hluta. Fundarefnið er yfirleitt í takt við þema vetrarins eða yfirskrift fundarins og getur verið ýmislegt t.d. fyrirlestur, fyrirtækjaheimsókn, námskeið eða annað skemmtilegt og fræðandi sem skipuleggjendum dettur í hug hverju sinni.
Á öllum fundum eru einnig svokallaðar 3 mínútur. Þrjár mínútur eru fastur liður í klúbbastarfi Ladies Circle. Tilgangur þeirra er m.a. að þjálfa félagskonur LC í að standa fyrir framan hóp og tjá sig um fyrirfram ákveðin málefni. Styrkja þær og efla öryggi í framkomu, efla jákvætt viðhorf, virðingu og umburðarlyndi. Málefnið tengist yfirleitt þema fundarins hverju sinni. Ekki er skylda að taka þátt í þrem mínútum en konur eru eindregið hvattar til að taka þátt og æfa sig svo að tilgangi þriggja mínútna sé náð.